Mynd - 11. febrúar - 112 dagurinn

11. febrúar - 112 dagurinn

112 dagurinn verður haldinn þann 11. febrúar í Hörpu. Nánari upplýsingar má finna á https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/112-dagurinn/

 

Hörputorg og Faxagarður kl. 13-16

Hörputorg: Viðbragðsaðilar sýna fjölbreyttan tækjakost: Sjúkrabíll – björgunarbílar – björgunarbátar – vélsleðar – lögreglubílar – lögreglumótorhjól – sprengjudeild – kafarar – slökkvibíll – skyndihjálpartjald – fjöldahjálparstöð – snjóruðningstæki

Faxagarður: Verið velkomin um borð í varðskipið Þór og Sæbjörg, Slysavarnaskóla sjómanna.
Komdu og skoðaðu græjurnar og hittu 112-fólkið – við tökum vel á móti þér!

 

Dagskrá í Flóa í Hörpu kl. 15

Ávarp: Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra
Verðlaun í Eldvarnagetrauninni 2016 afhent
Eva Björk Eyþórsdóttir og Ragna Björg Ársælsdóttir, starfsmenn bráðamóttöku LSH, syngja við undirleik Viðbragðssveitarinnar
Skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur

 

Allir velkomnir!