30. mars - Fræðslufundur um slökkviliðsmenn og krabbamein

SHS í samstarfi við LSS mun bjóða upp á fræðslufund um slökkviliðsmenn og krabbamein þann 30. mars. Fundurinn verður í Hlíð, (slökkvistöðin í Skógarhlíð) og stendur yfir frá 17-19.

Dagskrá:

  •  Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri SHS, og Stefán Pétursson, formaður LSS bjóða gesti velkomna.Magnús Þórarinsson, slökkviliðsmaður í Gautaborg, fjallar um Cold cut Copra ásamt því að fjalla um þær aðgerðir sem slökkviliðsmenn í Gautaborg hafa gripið til í baráttunni.
  • Bjarni Ingimarsson og Borgar Valgeirsson, slökkviliðsmenn hjá SHS og fulltrúar í krabbameinsnefnd LSS, fara yfir þær forvarnir sem SHS hefur gripið til og hvernig við getum aukið við þær forvarnir. Einnig verður farið yfir þá vinnu sem hefur verið unnin innan LSS og hvað er framundan.
  • Umræður um slökkviliðsmenn og krabbamein.

Boðið verður upp á pizzur og drykki í lok fundar.