Umsókn um aðild
Orlofsvefur
Mínar síður
Viðburðir
Kjaramál
Sjóðir
Þing LSS
Útgefið efni
Fagdeild sjúkraflutningamanna
Fagdeild slökkviliðsmanna

Spurning 1

Reykskynjarar eiga að vera á öllum heimilum. Hve oft á ári þarf að skipta um rafhlöðu í þeim?

Hero image
Forsíða
eldvarnarátakið

Eldvarnarátakið

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fer fram um allt land í lok nóvember ár hvert. Slökkviliðsmenn heimsækja þá börnin í 3. bekk grunnskólanna og fræða þau um eldvarnir. Börnin fá með sér heim handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimilisins og söguna af Brennu-Vargi og Loga og Glóð. Þeim gefst jafnframt kostur á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni en heppnir þátttakendur í henni fá jafnan afhent vegleg verðlaun á 112-deginum, 11. febrúar.

Landssambandið hefur um langt árabil lagt áherslu á forvarnastarf og hefur haldið Eldvarnaátakinu úti með dyggum stuðningi fjölmargra aðila í rúma tvo áratugi. Það er því gleðilegt að geta greint frá því að samkvæmt rannsóknum sem Gallup hefur gert fyrir landssambandið og Eldvarnabandalagið skilar fræðsla af þessu tagi greinilegum árangri.

  • Flóttaleiðir

    • Mikilvægt er að æfa neyðarútgöngu um flóttaleiðir.
    • Flóttaleiðir eiga að minnsta kosti að vera tvær frá hverri íbúð.
    • Ákveða þarf hvar á að hittast eftir að út er komið.
  • Neyðarnúmerið - 112

    • Eitt númer - allt landið. Slökkvilið, lögregla, sjúkrflutningar, björgunarsveitir, barnaverndanefndir.
    • Hringið, þótt þið séuð í vafa. Einn, einn, tveir = 1-1-2 (munnur, nef, augu).
    • Þið getið alveg hringt í 112 eins og Logi gerði í myndinni. Þess vegna kom slökkviliðið og allt fór vel.
  • Slökkvitæki og eldvarnarteppi

    • Slökkvitæki - hafa við útgönguleið
    • Eldvarnateppi - þau eiga að vera í eldhúsi.
    • Ítreka að í myndinni gátu margir slökkt eldinn sjálfir með slökkvitæki eða eldvarnateppi og koma þannig í veg fyrir mikið tjón, eins og Sigfinnur sagði í sjónvarpinu.

Förum varlega

  • Efling eldvarna er liður í því að auka öryggi jafnt barna sem fullorðinna á heimilinu. Þegar börnin koma heim úr skólanum eftir að hafa fengið slökkviliðið sitt í heimsókn er því upplagt að foreldrar setjist niður með barninu, kynni sér fræðsluefnið og fari skipulega yfir eldvarnir heimilisins.
  • Erum við með nógu marga, virka og rétt staðsetta reykskynjara til að tryggja að fjölskyldan vakni og nái að forða sér út ef eldur kæmi upp til dæmis að næturlagi? Höfum við gert og rætt við börnin áætlun um hvernig við yfirgefum heimilið á neyðarstundu? Hvar ætlum við að hittast þegar allir eru komnir út? Er tilskilinn slökkvibúnaður á heimilinu? Kunnum við að nota hann? Er eitthvað í daglegri umgengni á heimilinu sem við getum breytt til að draga úr líkum á að eldur komi upp?
  • Leiðbeiningar um eldvarnir heimila er að finna í handbók Eldvarnabandalagsins sem börnin fá með sér heim. Við biðlum til foreldra að kynna sér þær og fylgja þeim. Þannig verður heimilið miklu öruggari staður til að vera á.

Brennu-Vargur

LSS hefur látið framleiða teiknimyndina um ævintýri Loga og Glóðar – Brennu-Vargur. Myndin fjallar um baráttu Loga og Glóðar við hinn illgjarna Brennu-Varg og hvernig þau leystu ráðgátuna um tíða eldsvoða sem geisuðu í Bænum í aðdraganda jólanna. Teiknimyndin er hluti af fræðsluefni LSS um eldvarnir.

Styrktaraðilar

Fréttabréf LSOS

Skráðu þig á pístlista LSOS og fáðu reglulega tilkynningar um viðburði, styrktarumsóknir og fleira sem tengist starfinu

Skrá á póstlista