13.3.2025
Áföll og áskoranir fyrir viðbragðsaðila
Viðbragðsaðilar, sama hvort um er að ræða lögreglu, slökkvilið og sjúkraflutninga, landhelgisgæslu, neyðarverði eða björgunarsveitarfólk, upplifa miklar áskoranir í sínu starfi. Bæði hvað varðar aðkomu að erfiðum vettvangi sem og aðstæður er varða öryggi.
Á þessum fyrirlestri fer Wietze Leijten sálfræðingur lögreglunnar í Hollandi og Dr. Sigríður Björk Þormar yfir helstu áskoranir viðbragðsaðila og leiðir til úrvinnslu erfiðra atvika. Birtingarmynd áfallastreitu er kynnt og rædd og leiðir til að vinna gegn henni. Einnig verður farið yfir almenn streitu einkenni – bæði andleg og líkamleg og varnarmerki kulnunar.
Sjá nánar hér:
https://salfraedingarnir.is/namskeid/afoll-og-askoranir-fyrir-vidbragdsadila/