Umsókn um aðild
Orlofsvefur
Mínar síður
Viðburðir
Kjaramál
Sjóðir
Þing LSS
Útgefið efni
Fagdeild sjúkraflutningamanna
Fagdeild slökkviliðsmanna

31.12.2025

Áramótakveðja formanns LSS

Annáll 2025

Kæru félagsmenn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Það er alveg magnað hvað tíminn líður orðið hratt hjá okkur og í minningunni ekki svo langt síðan ég skrifaði síðasta annál fyrir LSS.

Árið 2025 hefur líkt og önnur ár verið viðburðaríkt en kjarasamninga viðræður yfirtóku að miklu leiti árið, bæði viðræðurnar sjálfar en ekki síður eftirfylgni. Stefna LSS síðustu ár hefur verið að efla starfsemi félagsins, ekki bara hvað varðar réttindavörslu heldur einnig félagslega viðburði og fræðslu en það tókst ágætlega í ár og vonandi náum við að gera enn betur á komandi árum. Eins og búast má við lendir meiri hluti þessarar vinnu á skrifstofu LSS sem stendur sig vel eins og alltaf en einnig hafa nokkrir félagsmenn lagt lóð á vogarskálarnar og eiga þeir bestu þakkir skilið.

Á nýju ári blasa svo við bæði áskoranir og ný tækifæri fyrir félagið og okkar félagsmenn. Landssambandið mun áfram vinna ötullega að því að standa vörð um réttindi félagsmanna, bæta starfsumhverfi og gera sitt til að efla faglegt starf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um land allt. Okkar störf eru einn að máttarstólpum íslensks samfélags, samstaða okkar og fagmennska er styrkur og með henni náum við árangri í okkar störfum.


Stjórn og skrifstofa LSS óskar félagsmönnum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir samstarfið á árinu.

Bjarni Ingimarsson

Formaður LSS

Kjarasamningur SÍS

Þann 5. febrúar undirritaði LSS kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga en sá samningur var feldur í atkvæðagreiðslu félagsmanna en munurinn var ekki mikill. Farið var í að greina meðal félagsmanna hvar óánægjan lág og var á endanum undirritaður nýr kjarasamningur þann 24. mars en sá samningur var svo samþykktur af félagsmönnum. Samningurinn er á svipuðum nótum hvað varðar laun og aðrar stéttir höfðu gert á undan LSS. Það náðust þó nokkrar sér breytingar t.d. með meðaltals vaktaálag hjá Slökkviliði Akureyrar og Reykjavíkur. Einnig var samhliða undirritaðir tveir vinnustaðasamningar sem snéru að sérmálum.

Kjarasamningur SNR

Samningaferlið við ríkið var á svipað leið en samningur sem var undirritaður 3. október 2024 var felldur af félagsmönnum og við tók langt ferli við að ná viðunandi samningur. Það var svo ekki fyrr en 4. apríl að nýr kjarasamningur var undirritaður en þetta langa ferli skilaði okkur tímamóta samning þar sem laun sjúkraflutningamanna hjá ríkinu voru bætt verulega. Til að mynda hækka lægstu laun hjá hlutastarfandi sjúkraflutningamanni með grunnmenntun um allt að 30% á samningstímanum.

Kjarasamningur stjórnendur

Samningaviðræður fyrir stjórnendur tók einnig langan tíma og endaði hjá Ríkissáttasemjara líkt og fyrri tvær samningarnir. Loksins var svo samningur undirritaður 10. júní og er launaliðurinn í samræmi við aðra samninga.

1-1-2 dagurinn

Neyðarlínan heldur hátíðlega 1-1-2 daginn og fer hann fram 11. febrúar ár hvert og að þessu sinni var hátíðin haldin í bílasal Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. LSS hefur afhent verðlaun í Eldvarnargetraun félagsins á sama tíma fyrir þau börn sem starfa á höfuðborgarsvæðinu og afhentu Bjarni Ingimarsson formaður LSS og Jón Viðar Matthíasson börnunum verðlaun. Félagar okkar á landsbyggðinni heimsóttu svo þau börn sem fengu verðlaun höfuðborgarsvæðisins en Neyðarlínan styrkir verkefnið með kaupum á vinningum.

Aðalfundur LSS

Aðalfundur LSS er haldinn annað hvert ár það er árið sem ekki er haldið þing og er helsti vettvangur stefnumála LSS á milli þinga. Fundurinn var haldinn í sal BSRB á Grettisgötu en einnig er fulltrúum boðið upp á afþreyingu og mat enda mikilvægt að ná saman félagslega.

1. maí

Að vanda var gengið með fána LSS í kröfugöngu 1. maí í Reykjavík en LSS gengur allan jafnan með öðrum BSRB félögum. Mætingin undanfarin ár hefur verið döpur og varð lítil breyting á þetta árið en 5 félagsmenn LSS mætu og gegnu frá Skólavörðuholti og niður á Ingólfstorg þar sem baráttufundur verkalýðsins var haldinn líkt og síðustu ár.

Afmæli LSS

Á 50 ára afmæli LSS þann 12.maí hafa félagsmenn sem unnið hafa ötull starf fyrir LSS heiðraðir.  Árið 2023 voru kjörnir formenn félagsins heiðraðir og árið 2024 voru það varaformenn félagsins. Nú var komið að heiðra aðra kjörna stjórnarmenn LSS.  Þeim var fært silfur merki félagsins en einnig fengu nokkrir fyrrum stjórnarmenn gullmerki.  Vegna fjölda stjórnarmanna var ákveðið að færa afmælisfagnaðinn á Hótel Reykjavík Natura.

Holmatro námskeið

Fagdeild slökkviliðsmanna stóð fyrir tveimur námskeiðum hjá Holmatro í Hollandi í samstarfi við Eldvarnamiðstöðina og fór 10 félagsmenn út í hvorum hóp. Námskeiðið tókst einstaklega vel til og er stefnir fagdeildin á að fara aðra ferð á næsta ári.

Íbúð á Spáni

Undan farin ár hefur LSS leigt íbúð á Spáni sem félagsmenn hafa geta endurleigt. Íbúðin hefur verið vel sótt yfir sumartímann en LSS hefur leigt íbúðina frá maí og út október. Eigendur íbúðarinnar ákváðu á vordögum að selja eignina og í sumar náðist svo samkomulag um kaupverð sem LSS gat sætt sig við og hefur félagið nú gengið frá kaupum á eigninni. Íbúð á Spáni verður því í boði fyrir félagsmenn næstu árin en gert er ráð fyrir að sumarleiga verði í kringum 80 þ. fyrir vikuna + þrif og vetrar leigan um 50 þ. fyrir vikuna + þrif. Við vonum að þessi nýja eign komi til með að falla í kramið hjá félagsmönnum.

Munaðarnes

Orlofssjóður hefur haldið áfram að taka bústaðina í Munaðarnesi í gegn og er meðal annars kominn nýr vegur að bústöðunum sem auðveldar allt aðgengi en nú er hægt að komast að bústöðunum að ofanverður. Stefnt er að því að taka rafmagnið í gegn strax á nýju ári og þá verðum við komin með tvo bústaði sem hafa fengið gott viðhald síðustu tvö árin.

Á vakt fyrir Ísland

Námsstefnan Á vakt fyrir Ísland 2025, var haldin í 5. sinn dagana 17.-18. október.  Fjölbreytt dagskrá var í boði með fræðandi erindum, bæði innlendum og erlendum.  Það var síðan boðið upp á 3 fagnámskeið þann 16. október sem fagdeildir innan LSS sáu um.  Fyrir fagdeild slökkviliðsmann var Lars Axelsson sem námskeið um mikilvægi ákvarðanatöku, fyrir fagdeild sjúkraflutningamanna var það Christina Martina sem fjallaði um sérhæfða flutninga í bráðaþjónustu og fyrir hönd fagdeildar neyðarvarða var það Toni Alantolo sem fjallaði um finnskan björgunarskólann og nám neyðarvarða. Frívaktin var síðan haldin í bílasal SHS á föstudagskvöldinu þar sem boðið var upp á hamborgara og drykki.

Golfmót LSS

Landsmót LSS í golfi fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi föstudaginn 5. september í blíðskapar veðri þó veðurspáin hafi ekki lofað góður. Tæplega  50 manns voru skráðir til leiks að þessu sinni sem er besta mæting á golfmót LSS undanfarin ár og vonandi náum við að halda áfram að efla golfmótið enda stór félagslegur þáttur í starfi LSS. Félagar okkar í Neista í Borgarnesi aðstoðuðu okkur að þessu sinni og eiga þau bestu þakkir skilið en lokahófið fór fram á slökkvistöðinni í Borgarnesi. Hörð barátta var eins og svo oft áður en þó kom Gylfi Dagur frá SHS sá og sigraði en hann hlaut flestu verðlaunin að þessu sinni.

Sveitakeppni höggleikur 

1.      sæti SHS A-sveit Pálmi, Gylfi Dagur, Bjarni, Breki

2.      sæti SHS B-sveit Jón Heiðar, Áki, Finnur, Lárus

3.      sæti BÁ-uppsveitir Daníel, Árni Ben, Eyjólfur Óli, Anton Karl

Sveitakeppni punktakeppni

1.      sæti SHS A-sveit Pálmi, Gylfi Dagur, Bjarni, Breki

2.      sæti SHS B-sveit Jón Heiðar, Áki, Finnur, Lárus

3.      sæti Slökkvilið Akureyrar Gunnar Rúnar, Maron Berg, Gestur Snær, Guðmundur Smári

Einstaklingar höggleikur

1.      sæti Gylfi Dagur – SHS                

2.      sæti Pálmi Hlöðversson – SHS

3.      Breki Kjartansson – SHS

Einstaklingar punktakeppni

1.      sæti Gylfi Dagur – SHS

2.      sæti Þorvaldur Hjaltason – Slökkvilið Borgarbyggðar/HVE

3.      sæti Bjarni Ingimarsson – SHS

Félagar okkar hjá Slökkviliði Akureyrar tóku að sér að skipuleggja Landsmót LSS 2026 og er sú vinna nú þegar farin af stað og verður dagsetningin auglýst þegar nær dregur.

Breytingar á skrifstofu LSS

Í lok október urðu mannabreytingar á skrifstofu LSS þegar Guðmundur Þór lét af störfum hjá félaginu en nú þegar stendur yfir leit að nýjum starfsmanni. Sú vinna  mun vonandi skila okkur nýjum og öflugum starfsmanni í byrjun árs.

Eldvarnarátak LSS

Í byrjun árs var tók stjórn LSS ákvörðun um að uppfæra Eldvarnarátak LSS og var Bjarni Fritzson og Þorvaldur Gunnarsson fengnir til lið við okkur en þeir eru helst þekktir fyrir barnabækurnar um Orra óstöðvandi og Möggu Messí.

LSS opnaði Eldvarnaátakið 20. nóvember í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.  Höfundur bókarinnar Bjarni Fritz mæti og las upp úr bókinni fyrir krakkana.

Um 5.000 börn fengu fræðslu um allt land og má segja að nýja efnið um Orra óstöðvandi og Möggu Messí hafi slegið í gegn.  LSS hélt fund með öllum slökkviliðsstjórum þar sem við kynntum nýja efnið ásamt að uppfæra og senda þeim leiðbeiningar og glærur sem notast var við fræðsluna. Öll börnin fengu bókina ásamt buffi, endurskinsmerki og þrautar/litabók. 

Teiknimyndinni seinkaði örlítið, en börn á landsbyggðinni fengu að sjá hana en börnin á höfuðborgarsvæðinu ekki, þar sem SHS byrjar fræðsluna fyrr en aðrir vegna fjölda barna á höfuðborgarsvæðinu.

Það er óhætt að segja að það var löngu tímabært að endurnýja fræðsluefnið. Við á skrifstofunni höfum fengið símhringingar þar sem foreldrar vilja kanna hvort hægt sé að kaupa bókina til að gefa í jólagjöf !

Lestu líka

31.12.2025

Áramótakveðja formanns LSS

23.12.2025

LSS óskar félögum og landsmönnum öllum gleðlegra jóla og farsældar á komandi ári. Skrifstofan verður lokuð frá 23.desember til og með 5.janúar 2026.

16.12.2025

Páskar 2026 - orlofshús LSS