28.3.2025
Kynning á kjarasamningi LSS og SÍS ásamt upplýsingum um atkvæðagreiðslu
Laugardaginn 29. mars kl. 12:00 verður ný undirritaður kjarasamningur LSS og SÍS kynntur á Teams.
Atkvæðagreiðsla fer fram frá kl. 18 föstudaginn 28. mars og stendur til kl. 11 þriðjudaginn 1. apríl
Rétt til að greiða atkvæði eru þeir sem eru ráðnir í starfshlutfall og falla því undir 1.gr. laga nr. 94/1986
Flipi verður settur á heimasíðu LSS þar sem hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og greiða atkvæði.
Hægt verður að skoða kjarasamninginn inni á mínum síðum.