Umsókn um aðild
Orlofsvefur
Mínar síður
Viðburðir
Kjaramál
Sjóðir
Þing LSS
Útgefið efni
Fagdeild sjúkraflutningamanna
Fagdeild slökkviliðsmanna

4.4.2025

LSS undirritar kjarasamning við ríkið

LSS undirritar kjarasamning við ríkið

Í dag undirritaði Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna undir nýjan kjarasamning við Kjara- og mannauðssvið Fjármálaráðuneytisins. Um er að ræða kjarasamning og samkomulag fyrir tímavinnumenn en samningarnir byggja á áfangasamkomulögum um jöfnun launa á milli markaða sem er í kjarasamningum frá 2016 ásamt því að falla undir virðismat starfa innan ríkisins. Stefnt er að því að kynna kjarasamninginn fyrir félagsmönnum á mánudagskvöldið hjá HSU og á teams og svo á miðvikudagskvöldið á teams.

Með undirritun samnings falla niður þær verkfallsaðgerðir sem boðaða voru hjá HSA á mánudaginn.

LSS tapaði máli sínu fyrir Félagsdómi

Í dag féll dómur fyrir Félagsdómi í máli ríkisins gegn LSS vegna verkfallsboðana félagsins hjá HSU, HSN og HVE. Þó svo að samningar væru langt komið taldi LSS mikilvægt að fá úrskurðinn svo við hefðum viðmið í framtíðinni. Verkfallsaðgerðir LSS voru dæmdar ólöglegar þar sem ekki væri hægt að undanskilja F4 verkefni frá þeim starfsskyldum sem þarf að sinna í verkföllum. LSS mun því hafa þennan dóm til hliðsjónar kom síðar til verkfallsboðunar hjá félaginu bæði hjá ríki og sveitarfélögum.

Lestu líka

14.4.2025

Kjarasamningur LSS og SNR samþykktur

10.4.2025

Rafræn kosning um kjarasamning LSS og SNR

5.4.2025

Kynning á nýjum kjarasamning sjúkraflutningamanna hjá heilbrigðisstofnunum