21.3.2025
Verkfallsboðun LSS
Verkfallsboðun LSS
Dagana 19.-21. mars stóð yfir atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hjá þeim félagsmönnum LSS sem starfa við sjúkraflutninga hjá heilbrigðisstofnunum. Kosið var um verkfallsboðun hjá hverri stofnun fyrir sig og voru niðurstöður afgerandi með boðun verkfalls sem að óbreyttu hefst 7.apríl nk.
Heilbrigðisstofnun Austurland
Niðurstaðan varð sú 83,3% samþykktu boðun verkfalls, 16,7% tóku ekki afstöðu og 0,0% sögðu nei. Atkvæði greiddu 66,7% félagsmanna LSS sem starfa hjá HSA.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Niðurstaðan varð sú 94,1% samþykktu boðun verkfalls, 2,9% tóku ekki afstöðu og 2,9% sögðu nei. Atkvæði greiddu 77,3% félagsmanna LSS sem starfa hjá HSN.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Niðurstaðan varð sú 97.6% samþykktu boðun verkfalls, 2,4% tóku ekki afstöðu og 0% sögðu nei. Atkvæði greiddu 67,2% félagsmanna LSS sem starfa hjá HSU.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Niðurstaðan varð sú 88,9% samþykktu boðun verkfalls, 3,7% tóku ekki afstöðu og 7,4% sögðu nei. Atkvæði greiddu 67,5% félagsmanna LSS sem starfa hjá HVE.