Umsókn um aðild
Orlofsvefur
Mínar síður
Viðburðir
Kjaramál
Sjóðir
Þing LSS
Útgefið efni
Fagdeild sjúkraflutningamanna
Fagdeild slökkviliðsmanna

21.3.2025

Verkfallsboðun LSS

Verkfallsboðun LSS

Dagana 19.-21. mars stóð yfir atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hjá þeim félagsmönnum LSS sem starfa við sjúkraflutninga hjá heilbrigðisstofnunum. Kosið var um verkfallsboðun hjá hverri stofnun fyrir sig og voru niðurstöður afgerandi með boðun verkfalls sem að óbreyttu hefst 7.apríl nk.

Heilbrigðisstofnun Austurland


Niðurstaðan varð sú 83,3% samþykktu boðun verkfalls, 16,7% tóku ekki afstöðu og 0,0% sögðu nei. Atkvæði greiddu 66,7% félagsmanna LSS sem starfa hjá HSA. 

 

Heilbrigðisstofnun Norðurlands


Niðurstaðan varð sú 94,1% samþykktu boðun verkfalls, 2,9% tóku ekki afstöðu og 2,9% sögðu nei. Atkvæði greiddu 77,3% félagsmanna LSS sem starfa hjá HSN.          

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Niðurstaðan varð sú 97.6% samþykktu boðun verkfalls, 2,4% tóku ekki afstöðu og 0% sögðu nei. Atkvæði greiddu 67,2% félagsmanna LSS sem starfa hjá HSU.          

 

Heilbrigðisstofnun Vesturlands


Niðurstaðan varð sú 88,9% samþykktu boðun verkfalls, 3,7% tóku ekki afstöðu og 7,4% sögðu nei. Atkvæði greiddu 67,5% félagsmanna LSS sem starfa hjá HVE.

 

        

Lestu líka

28.3.2025

Kynning á kjarasamningi LSS og SÍS ásamt upplýsingum um atkvæðagreiðslu

27.3.2025

Vinnuréttur - námskeið fyrir trúnaðarmenn

24.3.2025

Tilkynning frá LSS - nýr kjarasamningur undirritaður