Umsókn um aðild
Orlofsvefur
Mínar síður
Viðburðir
Kjaramál
Sjóðir
Þing LSS
Útgefið efni
Fagdeild sjúkraflutningamanna
Fagdeild slökkviliðsmanna

27.3.2025

Vinnuréttur - námskeið fyrir trúnaðarmenn

Hrannar Már Gunnarsson lögfræðingur BSRB verður með námskeið á teams á þriðjudaginn í næstu viku. 1. apríl, klukkan 13-16. Námskeiði er fyrir starfsfólk stéttarfélaga og trúnaðarmenn.

Um er að ræða námskeið sem nýtist öllu starfsfólki og trúnaðarmönnum sem vilja læra um íslenskan vinnumarkað út frá lögum og kjarasamningum.

Frekari lýsing á námskeiðinu:

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að nemendur skilji þær reglur sem gilda á opinberum vinnumarkaði. Farið er yfir þá löggjöf sem tengist vinnurétti, ákvæði kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er uppbyggður. Ítarlega er farið yfir lög og reglugerðir sem íslenskur vinnumarkaður byggir á en megináhersla verður á skráðar og óskráðar reglur stjórnsýsluréttar auk dómafordæma.

Áhugasöm skrá sig í gegnum þennan link: https://felagsmalaskoli.is/course/vinnurettur. Við skráningu þarf að velja frá hvaða stéttarfélagi/vinnustað þið eruð og kennitala greiðanda er kennitala ykkar stéttarfélags/vinnustaðar (kennitala LSS er 701173-0319).

Lestu líka

28.3.2025

Kynning á kjarasamningi LSS og SÍS ásamt upplýsingum um atkvæðagreiðslu

27.3.2025

Vinnuréttur - námskeið fyrir trúnaðarmenn

24.3.2025

Tilkynning frá LSS - nýr kjarasamningur undirritaður