Á vakt fyrir Ísland 2023
Fjórða námsstefna Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, „Á vakt fyrir Ísland“, fer fram dagana 20 og 21. október 2023 á Reykjavík Natura Berjaya Iceland Hotels.
Markmið námstefnunnar er að efla þekkingu og færni félagsmanna í starfi. Efla og hlúa að samstarfi björgunaraðila, efla samkennd og tengsl á meðal félagsmanna og annarra björgunaraðila.
Mikilvægt er að allir sem hyggjast mæta á námstefnuna skrái sig hér að neðan. Félagsmenn LSS greiða ekkert fyrir þátttöku og því hvetjum við alla til að fjölmenna. Vægt gjald verður fyrir veitingar á ,,Frívaktinni" um kvöldið.
Á föstudagskvöldið verður ,,Frívaktin" í slökkvistöð SHS í Skógarhlíð. Þar verður grill og létt stemmning, mikilvægt að skrá sig til að missa ekki af því.
Dagskrá, föstudagurinn 20. október
kl. 08:30 - 08:50
Setning. Höskuldur Einarsson
Dagsetning
20 Okt 2023
kl. 09:00 - 09:50
Er til óleyfisbúseta í íbúðarhúsnæði? Einar Bergmann, eldvarnareftirlit SHS
Dagsetning
20 Okt 2023
kl. 10:00 - 10:50
Notkun dróna og hitamyndavéla við eldvettvang. Arnar Þór Egilsson, RLS
Dagsetning
20 Okt 2023
kl. 11:10 - 12:00
Öryggi á fjölmennum viðburðum. Böðvar Tómasson, Örugg verkfræðistofa.
Dagsetning
20 Okt 2023
kl. 13:00 - 13:30
Brunamálaskólinn og ný námskrá. Magnús Smári Smárason, sérfræðingur á brunasviði HMS
Dagsetning
20 Okt 2023
kl. 13:35 - 13:55
Þjálfun bráðaliða úkraínska hersins í Englandi. Hlynur Höskuldsson, bráðatæknir og deildarstjóri SHS
Dagsetning
Dagskrá, laugardagurinn 21. október
kl. 09:30 - 09:35
Opnun og kynning á dagskrá. Höskuldur Einarsson
Dagsetning
21 Okt 2023
kl. 09:35 - 10:10
Bráðaómskoðun. Davíð B. Þórisson, læknir Arnar Páll Gíslason, bráðatæknir HSU
Dagsetning
21 Okt 2023
kl. 10:10 - 10:55
Neyðarlínan og neyðarverðir, innsýn í starfið og kerfið. Vilhjálmur Halldórsson og Birgitta Hrund Kristinsdóttir, neyðarverðir
Dagsetning
21 Okt 2023
kl. 11:05 - 11:40
Ofanflóð. Bryndís Elva Bjarnadóttir, SA Lára Bettý Harðardóttir, HSN Dalvík Kári Erlingsson, LNE
Dagsetning
21 Okt 2023
kl. 11:45 - 12:10
Kynning á rannsókn varðandi staðsetningu á sjúkraþyrlum. Björn Gunnarsson, yfirlæknir sjúkraflugs SHA
Dagsetning
21 Okt 2023
kl. 13:10 - 13:50
Brunar undanfarið í rafhlöðum og áskoranir. Vernharð Guðnason, deildarstjóri SHS
Dagsetning
21 Okt 2023
Beint streymi frá námstefnunni - 20. október
Á vakt fyrir Ísland verður streymt í beinni útsendingu. Hér mun verða hlekkur á streymi föstudags.
Beint streymi frá námstefnunni - 21. október
Á vakt fyrir Ísland verður streymt í beinni útsendingu. Hér mun verða hlekkur á streymi laugardags. https://www.youtube.com/live/hdzaUO6s9Wg?si=RBr2KJSUvNDZoO0M
FLAIM Trainer
- FLAIM Trainer, sýndarveruleika þjálfunarbúnaður fyrir slökkvilið verður til sýnis á sýningarsvæði. Hægt verður að prófa búnaðinn og fá kynningu á honum.
Bronto One Simulator
- BRONTO sýndarveruleika hermirinn fyrir Bronto körfubíla verður til sýnis á sýningarsvæði. Hægt verður að prófa búnaðinn og fá kynningu á honum.
Bráðavarpið
- Hlaðvarpsþáttur okkar allra, Bráðavarpið, verður á staðnum. Við mælum með að allir viðbragðsaðilar streymi þáttum Bráðavarpsins, enda rætt um mál sem snerta okkur öll í okkar störfum.
Fundarstjóri verður Höskuldur Einarsson.
Fyrir nánari upplýsingar, hafið samband við: Jón Pétursson, s: 863 2323