28.2.2025
Auglýsing til félagsmanna
Kæra félagsfólk
Líkt og flestum er kunnugt þá var kjarasamningur LSS og SNS naumlega felldur í atkvæðagreiðslu sem lauk 24.2 sl. Í ljósi þeirrar niðurstöðu verður gengið aftur til samningaviðræðna við SNS um ákvæði samningsins. Við undirritun samningsins taldi samninganefnd LSS sig vera að leggja fram samning líklegan til samþykktar, enda unnið eftir kröfulýsingu kjararáðs félagsins gagnvart umsemjanlegum ákvæðum. Takmarkandi þáttur gagnvart samningagerðinni var hins það stöðugleikaástand sem samningsaðilar á opinberum og almennum vinnumarkaði eru bundnir.
Til að greina hvar skóinn kreppir að þeim samning sem nýverið var felldur eru atkvæðisbærir félagsmenn beðnir um að svara meðfylgjandi könnun. Markmið könnunarinnar er að greina hvaða ákvæði samningsins krefjast endurskoðunar og hver ekki. Einnig er markmið könnunarinnar að gefa vísbendingar um viðhorf félagsmanna gagnvart samningnum m.t.t. rekstraraðila.
Það er afar mikilvægt að fá sem besta þátttöku í könnunni og að henni sé svarað einstaklingsmiðað. Þannig verður vinna við áframhaldandi samningagerð skilvirk og til sem mestra hagsbóta fyrir félagsfólk.
Könnunin verður virk á mínum síðum á lsos.is til hádegis þriðjudaginn 4. mars.
Með vinsemd og virðingu, samninganefnd LSS
Anton Berg Carrasco, SA
Ásgeir Þórisson, BS
Bjarni Ingimarsson, LSS
Gylfi Jónsson, SHS
Jón Þór Jóhannsson, BÁ