8.9.2024
BSRB, ASÍ og KÍ boða til mótmæla nk. þriðjudag kl. 16
Hæ góðu félagar.
Stjórn BSRB ákvað í gær að standa að mótmælum eftir helgi ásamt ASÍ og KÍ vegna skeytingarleysis stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum. Mótmælin fara fram nk. þriðjudag, 10. september, kl. 16:00 á Austurvelli en þennan dag kemur Alþingi saman á ný.
LSS hvetur sína félagsmenn til að taka þátt.
Sjá nánar:
https://www.bsrb.is/is/frettir/frettasafn/motmaelum-a-austurvelli-10-september