28.10.2024
Fundur vegna niðurstöðu kosninga um kjarasamning LSS og SNR
Kæru félagsmenn
Föstudaginn 25. október var kynnt niðurstaða kosningar um kjarasamning sem samninganefnd LSS undirritaði við ríkið en niðurstaðan var á þá leið að 42.31% sögðu já, 55.77% sögðu nei og 1,92% sátu hjá. Fram undan er því vinna við að greina hvaða þættir varðandi undirritaðan kjarasamning valda óánægju þeirra sem höfnuðu samningnum. LSS boða því til fundar fimmtudaginn 31. október kl. 20:00 með félagsmönnum þar sem þeim gefst kostur á að koma sínum skoðunum á framfæri en fundurinn verður haldinn á Selfossi auk aðgangs í gegnum teams. Það er mikilvægt fyrir okkur sem sitjum í samninganefndinni að hafa skýra mynd á því hvað þarf að bæta en ef félagsmenn treysta sér ekki til að nefna sína skoðun á opnum fundi er um að gera að koma henni til trúnaðarmanna sem geta þá lagt hana fram á fundunum. Einnig má hafa samband við okkur sem sitjum í samninganefndinni ef þið viljið eiga samtal um kjarasamninginn.
Tengill á team fund
Bjarni Ingimarsson, formaður LSS
Sigurjón Bergsson, varaformaður LSS, HSU
Ármann Óli Birgisson, HSN Blönduósi
Birna Dröfn Birgisdóttir, HVE Ólafsvík