1.12.2024
1.des er dagur reykskynjarans !
Dagur reykskynjarans er 1.desember. Þetta litla tæki vakir yfir okkur á meðan við sofum. Ert þú með reykskynjara í öllum rýmum þar sem dagleg störf fara fram? Eru rafhlöður í lagi? Hefur þú prófað skynjarana þína nýlega? Það væri stórsniðugt að kaupa nýjar rafhlöður í reykskynjarana í dag og skipta um í þeim. Þeir eru ekki þungir á fóðrum, þurfa bara þessu einu rafhlöðu, einu sinni á ári.
Á heimasiðu Eldklár má sjá allar upplýsingar um dag reykskynjarans.