Umsókn um aðild
Orlofsvefur
Mínar síður
Viðburðir
Kjaramál
Sjóðir
Þing LSS
Útgefið efni
Fagdeild sjúkraflutningamanna
Fagdeild slökkviliðsmanna

2.12.2024

Staðan í kjaraviðræðum LSS

Samband íslenskara sveitarfélaga

Þann 3. nóvember vísaði LSS kjaraviðræðum við sambandi til Ríkissáttasemjara en viðræður höfðu þá staðið yfir í 12 mánuði með hléum og lítið þokast. Hluti vandamálsins voru aðrir samningar sem voru að taka mikinn tíma frá samninganefnd sambandsins. Með því að vísa viðræðunum til Ríkissáttasemjara færðist verkstjórnin yfir til hans og báðir aðilar þurfa að mæta til leiks þegar til fundar er boðað. Mánudaginn 18. nóvember var svo haldinn fyrsti fundur og annar fundur var fimmtudaginn 28. nóv. og nýr fundur á dagskrá í vikunni svo við erum vonandi að komast á eitthvað skrið með viðræðurnar.

Formlegar viðræður við sambandið um kjarasamning stjórnenda eru ekki hafnar en þær fara vonandi af stað um leið og einhver gangur kemst á stóra samninginn. 

Ríkið

Einn fundur hefur verið haldinn með ríkinu síðan það kom í ljós að síðustu samningar foru felldir en sá fundur skilaði aðeins því að óskað var eftir tillögum frá LSS um breytingar á samning innan þess kostnaðar ramma sem lagt var upp með. Samninganefnd LSS hefur sent á ríkið launaútreikninga sem við komum til með að vinna með frekar í viðræðunum og samningar hjúkrunarfræðinga og lækna munu vonandi hjálpa til í þeirri vinnu. Líkt og hjá sambandinu þá hafa samningar við aðrar stórar stéttir verið að taka mikinn tíma frá samninganefnd ríkisins.  Í vikunni er skipulagður vinnufundur hjá samninganefnd LSS og í framhaldi af honum verður óskað eftir öðrum fundi með ríkinu. 

Lestu líka

3.12.2024

Íbúð á Spáni 1.apríl - 25.nóv 2025 - búið er að opna fyrir umsóknir

2.12.2024

Staðan í kjaraviðræðum LSS

1.12.2024

1.des er dagur reykskynjarans !