18.11.2024
Kosningafundur Kvennaárs 2025 - 19. nóvember kl. kl. 12:00-13:30 í Iðnó
Kvennaár 2025 boðar til kosningafundar um kröfur Kvennaársins með forystufólki stjórnmálaflokka þann 19. nóvember kl. 12:00-13:30 í Iðnó.
Þrátt fyrir þrotlausa baráttu kvenna í meira en heila öld búa konur á Íslandi enn við misrétti og ofbeldi og Ísland á langt í land þar til fullu jafnrétti er náð. Framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 hefur lagt fram kröfur um lagabreytingar og aðgerðir í þremur flokkum um launajafnrétti, ólaunaða vinnu og kynbundið ofbeldi sem finna má á vefsvæðinu kvennaar.is.
Aðstandendur Kvennaárs 2025 eru á fjórða tug samtaka femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks.
Facebook viðburður:https://fb.me/e/9vWm6nPOU
Fundastjórar:
Kristín Ástgeirsdóttir, fv. alþingiskona
Ragnheiður Davíðsdóttir, varaformaður Kvenréttindafélags Íslands
Í pallborði verða:
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum
Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistum
Svandís Svavarsdóttir, VG
Arnar Þór Jónsson, Lýðræðisflokknum
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Viðreisn
Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu
Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokki