21.1.2025
Útfærsla verkfallsaðgerða
Félagsmenn Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna sem starfa hjá slökkviliðum sveitarfélaganna samþykktu þann 20. janúar 2025 að boða til verkfalls sem tekur að óbreyttu gildi þann 10. febrúar 2025.
Framkvæmd verkfallsins verður þannig:
Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 16:00, þann 10. febrúar 2025, mun sjúkraflutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt.
Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 16:00, þann 10. febrúar 2025, mun þeirri þjónustu og starfsemi sem flokkast undir F3 hjá slökkviliðum, ekki verða sinnt.
Frá og með kl. 08:00 þann 10. febrúar og ótímabundið, munu slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á frívakt ekki sinna neyðarútköllum sem slökkviliðsstjóri/neyðarlínan sendir í boðtæki (öll boðtæki og snjalltæki)
Frá og með kl. 08:00 þann 10. febrúar og ótímabundið, munu slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn ekki sinna vinnu umfram skipulagða vinnuskyldu (yfirvinna).
Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 00:00, þann 17. febrúar 2025, mun sjúkraflutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt.
Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 00:00, þann 17. febrúar 2025, mun þeirri þjónustu og starfsemi sem flokkast undir F3 hjá slökkviliðum, ekki verða sinnt.
Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 00:00, þann 21. febrúar 2025, mun sjúkraflutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt.
Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 00:00, þann 21. febrúar 2025, mun þeirri þjónustu og starfsemi sem flokkast undir F3 hjá slökkviliðum, ekki verða sinnt.
Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 00:00, þann 24. febrúar 2025, mun sjúkraflutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt.
Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 00:00, þann 24. febrúar 2025, mun þeirri þjónustu og starfsemi sem flokkast undir F3 hjá slökkviliðum, ekki verða sinnt.
Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 00:00, þann 26. febrúar 2025, mun sjúkraflutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt.
Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 00:00, þann 26. febrúar 2025, mun þeirri þjónustu og starfsemi sem flokkast undir F3 hjá slökkviliðum, ekki verða sinnt.
Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 00:00, þann 28. febrúar 2025, mun sjúkraflutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt.
Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 00:00, þann 28. febrúar 2025, mun þeirri þjónustu og starfsemi sem flokkast undir F3 hjá slökkviliðum, ekki verða sinnt.
Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 00:00, þann 03. mars 2025, mun sjúkraflutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt.
Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 00:00, þann 03. mars 2025, mun þeirri þjónustu og starfsemi sem flokkast undir F3 hjá slökkviliðum, ekki verða sinnt.
Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 00:00, þann 05. mars 2025, mun sjúkraflutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt.
Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 00:00, þann 05. mars 2025, mun þeirri þjónustu og starfsemi sem flokkast undir F3 hjá slökkviliðum, ekki verða sinnt.
Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 00:00, þann 07. mars 2025, mun sjúkraflutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt.
Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 00:00, þann 07. mars 2025, mun þeirri þjónustu og starfsemi sem flokkast undir F3 hjá slökkviliðum, ekki verða sinnt.
Frá og með kl. 08:00 þann 10. mars 2025 verður ótímabundið og ótakmarkað verkfall allra félagsmanna LSS sem eru í starfi hjá öllum sveitarfélögum sem Launanefnd sveitarfélaga hefur umboð fyrir.