Umsókn um aðild
Orlofsvefur
Mínar síður
Viðburðir
Kjaramál
Sjóðir
Þing LSS
Útgefið efni
Fagdeild sjúkraflutningamanna
Fagdeild slökkviliðsmanna

23.8.2024

Seigla, streita, meðvirkni og samskipti

Skráning er hafin á námskeiðið Streita, seigla, samskipti og meðvirkni sem verður haldið á Hótel Grímsborgum dagana 24.- 27. september 2024. 

Námskeiðin eru vinsæl og þetta er mkilvægt efni sem á erindi dag, í umhverfi sem tekur sífellt hraðari breytingum. 

 

Áhersla er lögð á seiglu og streitu, svefn og líkamsklukkuna, álag og ósjálfráða taugakerfið, tengsl, meðvirkni - einkenni og áhrif á sambönd og samskipti. Athyglinni er beint að nýrri þekkingu, leiðum og úrræðum, áhrifum streitu og meðvirkni á líðan og heilsu og saamskipti í lífi og starfi. Námskeiðið er í formi fyrirlestra, æfinga, hópavinnu, hugleiðslu, djúpslökunar, hvíldar og viðveru í náttúrunni.

 

Hægt er að sækja um styrk í starfsmenntasjóð.

 

Innifalið: Námskeið, matur og gisting í 3 nætur í  2ja manna herbergi í nærandi og fallegu umhverfi. 

Takmarkaður fjöldi þátttakenda. 

Verð kr. 206.000 

Möguleiki á einstaklingsherbergi

Nánari upplýsingar og skráning: heillheimur@heillheimur.is

Rafræn skráning: https://forms.gle/kUyTEQ5mp1HSyVzz6

 

Viðburðurinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/839718898272504/?acontext=%7B%22event_action_history%22%3A[]%7D

 

Dagskráin hefst kl. 11.00 þriðjudaginn 24. september og lýkur kl. 14.00 föstudaginn 27. september. Námskeiðið er í formi fyrirlestra, æfinga og hópavinnu. Boðið er upp á gómsætan mat, gönguferðir út í náttúruna, núvitundaræfingar, djúpslökun og góða hvíld.

 

Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir hefur sinnt kennslu, heilsueflingu og forvörnum frá því í Læknadeild HÍ. Kristín kennir við Læknadeild HÍ og er í Fræðslustofnun LÍ. Hún sinnir fyrirlestrahaldi og fræðslu fyrir fyrirtæki og stofnanir.

 

Gyða Dröfn Tryggvadóttir, lýðheilsufræðingur EMPH og meðferðaraðili í áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody. Gyða rekur eigin stofu og sinnir auk þess fyrirlestrahaldi og fræðslu. Hún stendur einnig fyrir heilsustengdum málþingum og námskeiðum. Hún hefur iðkað og kennt Zen hugleiðslu í 23 ár.

 

Hafsteinn Viktorsson, rannsóknarlögregla og jógakennari mun leiða djúpslökun. Hafsteinn þekkir vel í gegnum sitt starf sem viðbragðsaðili áhrif álags á líf, líðan og samskipti og leiðir til að mæta því. Yoga Nidra er ævaforn djúphugleiðsla sem hefur margvísleg heilsubætandi áhrif.

 

 Sjá nánar hér.

 

 

Lestu líka

23.8.2024

Seigla, streita, meðvirkni og samskipti

20.8.2024

Endurmenntun í félagastuðningi

14.8.2024

Golfmót LSS - 23.ágúst 2024 skráning