Umsókn um aðild
Orlofsvefur
Mínar síður
Viðburðir
Kjaramál
Sjóðir
Þing LSS
Útgefið efni
Fagdeild sjúkraflutningamanna
Fagdeild slökkviliðsmanna

5.9.2024

Staða kjaraviðræðna

Kæru félagsmenn,

Eins og flestum er ljóst er LSS enn með lausa samninga við ríkið og samband sveitarfélaga en kjaraviðræður eru komnar aftur af stað eftir sumarleyfi. Við höfum átt fundi með báðum samningsaðilum og verið er að vinna með þau mál sem við höfum verið að leggja hvað mesta áherslu á. Viðræður um samning stjórnenda er ekki farinn af stað en þær viðræður fara af stað um leið og við erum komin lengra með almenna samninginn. Viðræður munu halda áfram á næstu dögum og vikum og vonandi sjáum við til lands í okkar viðræðum fljótlega en það er enn þó nokkuð af málum sem þurfa frekari umfjöllun og samtal.

Margir hafa velt fyrir sér af hverju við séum ekki komin lengra í viðræðum þar sem samningar runnu út 31. mars. Á því er einföld skýring, samningsaðili okkar vildi fá tækifæri til að semja við stærri félögin fyrst og varð LSS við þeirri beiðni enda teljum við það til hagsbóta fyrir okkur.

Einnig hafa komið til okkar fyrirspurnir varðandi gildissvið nýs samning, en það er alveg morgun ljóst að krafa LSS verður alltaf að nýr samningur sé afturvirkur til 1. apríl eins og reyndar hefur verið venja.

 

Bjarni Ingimarsson

Formaður

Lestu líka

14.1.2025

Félagsfundur vegna stöðu kjaramála

6.1.2025

Samningaviðræðum við ríkið vísað til ríkissáttasemjara.

31.12.2024

Áramótakveðja formanns LSS