20.12.2024
Staða kjaraviðræðna við sveitafélögin.
Undanfarna mánuði hafa staðið yfir samningaviðræður við samninganefnd Samband íslenskra sveitarfélaga (SNS) um nýjan kjarasamning en samningar okkar hafa verið lausir síðan 1. apríl.
Þann 4. nóvember vísaði LSS viðræðum sínum við SNS til ríkissáttasemjara og hafa nokkrir fundir farið fram undir hans stjórn, sá síðasti í gærdag. Á fundinum í gær varð ljóst að viðræður síðustu mánaða væru engu að skila og taldi LSS því ekki grundvöllur fyrir því að halda samtalinu áfram nema SNS kæmi með eitthvað af borðinu til að nálgast kröfur LSS. Staðan er því sú að ekkert samtal er í gangi en ríkissáttasemjari er þó með viðræðurnar hjá sér og mun boða okkur á fund ef eitthvað nýtt er í stöðunni eða samkvæmt lögum um ríkissáttasemjara sem kveða á um að hann boði til fundar innan 14 sólarhringa frá síðasta fundi.
LSS hefur sett saman hóp sem mun á næstunni annast undirbúning að aðgerðum til að knýja á um að samningsréttur LSS verði virtur og komið til móts við kröfur okkar.
Fljótlega eftir áramót verður kjararáð LSS boða til fundar og í framhaldi af því verður haldinn rafrænn félagsfundur þar sem við munum fara yfir stöðuna og framhaldið.