6.11.2024
Trúnaðarmannafræðsla í fjarnámi - næstu námskeið
Ágætu félagar.
Hérna kemur yfirlit um námskeið fyrir trúnaðarmenn og aðra áhugasama í fjarnámi, sem eru opin öllum aðildarfélögum.
Fjarnámskeið fyrir trúnaðarmenn
- Allt sem þú þarft að vita um réttindi og skyldur!
Við bjóðum upp á fjölbreytt fjarnámskeið í nóvember og desember fyrir trúnaðarmenn allra félaga - og aðra sem gætu nýtt sér efni þeirra. Námskeiðin veita gagnlega innsýn og þekkingu sem nýtist í starfi og daglegu lífi trúnaðarmanna og starfsmanna stéttarfélaga.
Skráðu þig og styrktu þína þekkingu og færni!
Námskeiðin eru í fjarkennslu og þátttakendur fá sendan Zoom-hlekk daginn áður en námskeið hefst.
Leyfi og styrkir
Trúnaðarmenn þurfa vilyrði frá sínu stéttarfélagi til að sækja námskeiðið eigi það að greiða. Aðrir þátttakendur geta sótt um styrk hjá sínu stéttarfélagi.
Skráningarfrestur er til hádegis daginn fyrir hvert námskeið. Tryggðu þér sæti og efldu þekkingu þína til að styðja betur við réttindi og starfsumhverfi félagsmanna!
📅 13. nóvember – Túlkun talna og hagfræði
Námskeið sem kynnir grundvallaratriði hagfræðinnar, m.a. samband launa og verðbólgu, áhrif á kaupmátt og hlutverk hagfræðinnar í kjarasamningum.
Skráning hér
📅 19. nóvember – Vinnueftirlit og vinnuvernd
Farið er yfir lög um aðbúnað og öryggi á vinnustöðum, skyldur atvinnurekenda og hlutverk öryggistrúnaðarmanna.
Skráning hér
📅 26. nóvember – Vinnuréttur
Yfirlit yfir réttindi launafólks, byggingu vinnuréttarins og stuðning hans við kjarasamninga á íslenskum vinnumarkaði.
Skráning hér
📅 27. nóvember – Hvíldartímaákvæði vinnuréttar
Lögfræðingur frá ASÍ fer yfir EES-vinnutímatilskipunina og hvíldartímaákvæði kjarasamninga og laga, með áherslu á hvíld og frítökurétt.
Skráning hér
📅 3. desember – Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn
Námskeið sem fjallar um uppbyggingu vinnumarkaðarins, starfsemi stéttarfélaga og heildarsamtaka og mismunandi sjónarhorn lýðræðis.
Skráning hér
📅 10. desember – Almannatryggingar og lífeyrissjóðir
Innsýn í íslenska almannatryggingakerfið og lífeyrissjóðakerfið, skylduaðild, tryggingavernd og samspil við almannatryggingar.
Skráning hér
Félagsmálaskóli alþýðu
Guðrúnartúni 1
105 Reykjavík
Sími: 53 55 600
Netfang: felagsmalaskoli@felagsmalaskoli.is
Smella hér til að skrá netfangið þitt af póstlistanum Smella hér til að uppfæra póstlistaskráningu